Skip to main content
Search Jobs

Sumarstarf í markaðsdeild

Reykjavík, Ísland Commercial: Field Sales 27/02/2024 92322

Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp spennandi og lífilegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti og vellíðan starfsfólks. 

Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi og er starfsfólk hvatt til að taka þátt í að fylgja henni eftir, sýna frumkvæði og vinna að sífelldum úrbótum. Ef þú vilt hafa áhrif, hvetjum við þig til að slá til! 

Fyrirtækið óskar eftir einstaklingi í sumarstarf  á markaðssviði okkar. 

Helstu verkefni 

 • Umsjón með viðburðum, kostuðum af vörumerkjum CCEP 

 • Samningar við nemendafélög 

 • Afleysing vörumerkjastjóra 

 • Samskipti við auglýsingastofur og miðla 

 • Skjölun á markaðsaðgerðum 

 • Dagleg eftirfylgni markaðsstarfa 

Hæfniskröfur 

 • Háskólamenntun eða reynsla af sambærilegum verkefnum 

 • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð 

 • Nákvæmni og gott skipulag 

 • Vinnur vel í teymi 

 • Góð ensku- og íslenskukunnátta í ræðu og riti 

 • Góð almenn tölvukunnátta 

 

Kjörið tækifæri fyrir háskólanema í viðskiptafræði eða markaðsfræðum. 

  

Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir frá fólki af öllum kynjum og af ólíkum bakgrunni. Hafðu samband við okkur ef þú ert efins. 

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gestur Steinþórsson gsteinthorsson@ccep.com 

Umsóknarfrestur til og með 1.mars 2024

  

Allir einstaklingar sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun. 

Sækja um