Skip to main content
Search Jobs

Sumarstarf í viðskiptaþjónustu

Reykjavík, Ísland Commercial: Field Sales 27/02/2024 92305

Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegur vinnustaður með 80 ára sögu í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp spennandi og líflegan vinnustað þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vexti, öryggi og vellíðan starfsfólks. 
Sjálfbærnistefnan okkar er metnaðarfull og stikar leiðina að betra samfélagi og er starfsfólk hvatt til að taka þátt í að fylgja henni eftir, sýna frumkvæði og vinna að stöðugum úrbótum. Ef þú vilt hafa áhrif, hvetjum við þig til að slá til! 

Helstu verkefni 

 • Þjónusta við viðskiptavini og sala í gegnum síma og tölvupóst 

 • Úrlausn og eftirfylgni fyrirspurna  

 • Stofnun og viðhald viðskiptamannaupplýsinga  

 • Móttaka viðskiptavina og annara gesta  

 • Afgreiðsla sóttra pantana  

 • Önnur tilfallandi verkefni  

Menntunar- og hæfniskröfur 

 • Stúdentspróf er æskilegt  

 • Starfsreynsla við þjónustu   

 • Almenn tölvukunnátta 

 • Fagleg framkoma   

 • Góð ensku- og íslenskukunnátta í ræðu og riti 

 • Góð færni í mannlegum samskiptum  
 • Þjónustulund, drifkraftur og sveigjanleiki 

 

Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir frá fólki af öllum kynjum og af ólíkum bakgrunni. 

Hafðu samband við okkur ef þú ert efins. 

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Andrea Eiríksdóttir aeiriksdottir@ccep.com en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef CCEP. 

  

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2024 

  

Allir einstaklingar sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvattir til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun. 

 

Starfsfólk hefur fríðindi eins og afslátt af vörum fyrirtækisins, mötuneyti á staðnum, aðgang að ráðgjafaþjónustu (sálfræði, félagsráðgjöf og fleira) sér að kostnaðarlausu. 

Sækja um