Skip to main content
Search jobs

Markaðsstjóri Víking brugghúss

Apply Reykjavik, Iceland Commercial: Field Sales 05/12/2025 106304

Coca-Cola á Íslandi leitar að metnaðarfullum, framsýnum og árangursdrifnum leiðtoga til þess að leiða markaðsstarf Víking brugghúss. Viðkomandi mun móta stefnu, framtíðarsýn og bera ábyrgð á að leiða vörumerki til árangurs.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra markaðssviðs og vinnur þétt með öðrum stjórnendum fyrirtækisins.

 

 

Helstu verkefni og ábyrgð
•    Mótun og framkvæmd heildstæðrar markaðsstefnu fyrir vörur Víking brugghús
•    Yfirumsjón með markaðs- og söluáætlunum fyrir vörumerkið
•    Framkvæmd, skipulagning og eftirfylgni með árangri markaðsherferða og sölu á vörumerkjum Víking brugghúss
•    Greining gagna til ákvarðanatöku
•    Leita leiða til að vaxa á markaði
•    Ábyrgð á framleiðslu, framsetningu og gæðum markaðsefnis
•    Þátttaka í mótun á stefnu fyrirtækisins
•    Faglegur leiðtogi og stuðningur við önnur hlutverk og deildir til árangurs í  markaðssetningu og árangri vörumerkisins

Menntunar- og hæfniskröfur
•    Háskólapróf í markaðsfræði, viðskiptafræði eða annað sem nýtist í starfi
•    Þekking, reynsla, og brennandi áhugi á markaðs-og viðskiptastjórn
•    Fagleg þekking á vörumerkjastjórn og reynsla af stefnumótun
•    Greiningarhæfni og reynsla af markaðs- og söluáætlunum og reynsla af vinnu með markaðsgögn.
•    Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
•    Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er nauðsynleg
•    Góð tæknikunnátta
•    Reynsla úr alþjóðlegu umhverfi er kostur

Ert þú ekki viss um að þú uppfyllir hæfniskröfur en hefur brennandi áhuga? Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir frá fólki af öllum kynjum og af ólíkum bakgrunni. Hafðu samband við okkur ef þú ert efins. Öll sem hafa náð 18 ára aldri og uppfylla hæfniskröfur auglýstra starfa eru hvött til að sækja um störf, óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti, uppruna, kynhneigð, aldri eða fötlun.


Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2025.


Frekari upplýsingar veitir Atli Sigurður Kristjánsson akristjansson@ccep.com en eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef CCEP.

Apply