
Um CCEP

Af hverju CCEP?
Staðsetningar CCEP í Evrópu
Veljið Evrópuland land af landakortinu eða fellilistanum að neðan:
Bretland
Í Bretlandi erum við með 4000 starfsmenn sem framleiða, selja og dreifa heimsþekktum vörumerkjum á borð við Coca-Cola, Fanta, Schweppes og Glacéau Smartwater fyrir The Coca-Cola Company, að ónefndum öðrum vörum eins og Capri-Sun, Monster og Relentless. Höfuðstöðvar okkar fyrir Bretland og Evrópu eru í Uxbridge, London. Við erum með sterka stöðu innan Englands, Skotlands og Wales og 97% af vörum okkar eru framleiddar á sex stöðum frá Sidcup í Kent til Austur-Kilbride í Skotlandi. Við höfum framleitt gosdrykki á Bretlandseyjum í meira en 100 ár og erum stolt af því að merkja vörur okkar með stimplinum ,Made in GB'.
Leita ad störfum Sjá meiraFrakkland
Coca-Cola Europacific Partners í Frakklandi er leiðandi Í framleiðslu og smásölu óáfengra drykkja í Frakklandi, og eru 90% drykkjanna framleiddir þar í landi. 2600 manns sjá um að framleiða, selja og dreifa öllum drykkjarvörum sem heyra undir The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Sprite, Fanta, Finley, Burn, Minute Maid, Powerade og Chaudfontaine. Starfsemi okkar nær einnig yfir önnur vörumerki eins og Nestea, Ocean Spray, Capri-Sun og Monster, með 400.000 dreifingarstöðvar og 5 framleiðslustöðvar um allt land.
Leita ad störfumÞýskaland
Coca-Cola Europacific Partners í Þýskalandi var stofnað árið 1929 en þar eru yfir 80 mismunandi vörur framleiddar og seldar um gervallt Þýskaland. Við erum stolt af því að 90 prósent auðlinda sem við þurfum til að framleiða drykki eins og Coca-Cola, Fanta, Sprite, Mezzo Mix og Vio koma frá innlendum birgjum: Við erum alþjóðlegt fyrirtæki en ræktum sterk tengsl við nærumhverfið okkar. Höfuðstöðvar okkar eru í Berlín en þar sameinast nýsköpun og hefðir í menningu okkar og fólkið okkar myndi ekki vilja vera annars staðar.
Leita ad störfum Sjá meiraSpánn
Rekstrareining CCEP á Íberíuskaga nær yfir Spán, Portúgal og Andorra. Þar starfa 4,300 manns við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áhersla okkar á nýsköpun skilar því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónir ferðamanna.
Leita ad störfum Sjá meiraPortúgal
Rekstrareining CCEP á Íberíuskaga nær yfir Spán, Portúgal og Andorra. Þar starfa 4,300 manns við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áhersla okkar á nýsköpun skilar því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónir ferðamanna.
Leita ad störfum Sjá meiraAndorra
Rekstrareining CCEP á Íberíuskaga nær yfir Spán, Portúgal og Andorra. Þar starfa 4,300 manns við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áhersla okkar á nýsköpun skilar því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónir ferðamanna.
Leita ad störfumBúlgaría
Skrifstofa okkar í Búlgaríu samanstendur af fjármálasviði, skipulags og rekstrarsviði, mannauðssviði og upplýsingatækni. Skrifstofan er staðsett í Sofíu í nálægð við flugvöllinn.
Leita ad störfum Sjá meiraBelgía
Höfuðstöðvar okkar hér eru í Brussel, en upplýsingatæknisvið okkar er í Londerzeel. Við erum einnig með þrjár framleiðslu- og dreifingarstöðvar í Antwerp, Chaudfontaine og Gent, og þrjár stöðvar í Lúxemborg, Hasselt og Gosselies sem sjá alfarið um dreifingu. Saman framleiða þær, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Fanta og Chaudfontaine.
Leita ad störfum Sjá meiraLúxemborg
Höfuðstöðvar okkar hér eru í Brussel, en upplýsingatæknisvið okkar er í Londerzeel. Við erum einnig með þrjár framleiðslu- og dreifingarstöðvar í Antwerp, Chaudfontaine og Gent, og þrjár stöðvar í Lúxemborg, Hasselt og Gosselies sem sjá alfarið um dreifingu. Saman framleiða þær, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Fanta og Chaudfontaine.
Leita ad störfum Sjá meiraHolland
Coca-Cola Europacific Partners í Hollandi samanstendur af 800 starfsmönnum með höfuðstöðvar í Rotterdam. Starfsstöðin okkar í Dongen framleiðir, dreifir og selur drykkjarvörur The Coca-Cola Company og aðra drykki með vöruleyfi, þar á meðal Coca-Coca, Fanta, Sprite, Aquarius, Minute Maid og Chaudfontaine. Á hverjum degi eru sex milljón drykkja bornir fram í Hollandi og eru 85% þessara drykkja framleiddir í verksmiðju okkar í Dongen.
Leita ad störfum Sjá meiraNoregur
Coca-Cola Europacific Partners í Noregi er með 650 starfsmenn og hefur höfuðstöðvar í Lørenskog rétt fyrir utan Osló. Þar framleiðum við, dreifum og seljum drykkjarvörur The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Fanta, Sprite og Urge. Við erum einnig í samstarfi við Telemark Kildevann við að framleiða vatnsvörumerkið okkar Bonaqua, og við Mack Bryggeries til að framleiða vörur fyrir norðurhluta Noregs. Það eru meira en 200 milljón lítrar á ári og eru 83% af því framleidd innanlands. Við dreifum einnig vörum fyrir Monster Beverages.
Leita ad störfum Sjá meiraSvíþjóð
Hjá Coca-Cola Europacific Partners AB starfa um 850 starfsmenn í Jordbro, sunnan við Stokkhólm. Drykkir Coca-Cola Company eru framleiddir, dreifðir og seldir hér, þar á meðal Coca-Cola, Fanta, Sprite, Bonaqua og MER. Þetta þýðir að við framleiðum yfir 200 milljónir lítra á hverju ári, þar af eru 83% framleiddir á staðnum. Við dreifum einnig vörum fyrir Monster og Capri Sun.
Leita ad störfum Sjá meiraÍsland
Coca-Cola á Íslandi var stofnað 1. júní 1942 og var fyrirtækið áður þekkt sem Vífilfell. Við erum alhliða drykkjarvörufyrirtæki. Við framleiðum, dreifum og seljum mörg af leiðandi vörumerkjum heims í hverjum vöruflokki; gosdrykki, vatnsdrykki, ávaxtasafa, íþróttadrykki, orkudrykki, próteindrykki, bjór, vín, sterkt áfengi, kaffi og fleira. Hjá fyrirtækinu starfa 170 einstaklingar í ólíkum störfum. Starfsstöðvar okkar eru tvær annars vegar Brugghúsið okkar á Akureyri, þar sem við framleiðum Víking, Thule og Einstök bjór og aðra áfenga drykki, og hins vegar skrifstofur, vöruhús og framleiðsla í Reykjavík þar sem við framleiðum óáfenga drykki eins og Coke, Fanta, Sprite, Schweppes og Topp.
Leita ad störfum