Um CCEP
Coca-Cola Europacific Partners (CCEP) er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu. Hjá okkur starfa yfir 33.000 einstaklingar í 29 löndum, frá allri Evrópu til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Indónesíu. Það sem sameinar okkur er að vinna með heimsþekkt drykkjarvörumerki sem 600 milljónir neytenda kaupa á hverjum degi. Fyrir okkur þýðir það milljón tækifæri til þess að læra, vaxa og gera enn betur.
Við erum CCEP
En við gerum svo margt fleira. Uppgötvaðu hvað við gerum og hvers vegna
CCEP Í TÖLUM
Viðurkenningar okkar
Árangur fyrirtækisins má rekja til fólksins okkar. Við viljum að CCEP sé frábær vinnustaður þar sem fólk getur vaxið, upplifir vellíðan í starfi og líður vel á öruggum og góðum vinnustað án aðgreiningar. Viðurkenningar okkar og loforð endurspegla þessi markmið.
Fjölbreytileiki og inngilding: Við merkjum flöskur ekki fólk
Hjá CCEP er lögð mikil áhersla á að allt starfsfólk upplifi að það sé velkomið eins og það er, að það sé metið að verðleikum og finni að það tilheyri liðsheildinni.
Viðskiptavinahópur okkar er fjölbreyttur og við viljum að starfsfólk okkar endurspegli þá fjölbreytni. Með þetta að leiðarljósi hefur okkur tekist að byggja upp alþjóðlegt teymi sem endurspeglar ólíkar hugsanir, tilfinningar, bakgrunn og upplifanir.