Skip to main content
Search Jobs

Um CCEP

Coca-Cola Europacific Partners (CCEP) er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu. Hjá okkur starfa yfir 33.000 einstaklingar í 29 löndum, frá allri Evrópu til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Indónesíu. Það sem sameinar okkur er að vinna með heimsþekkt drykkjarvörumerki sem 600 milljónir neytenda kaupa á hverjum degi. Fyrir okkur þýðir það milljón tækifæri til þess að læra, vaxa og gera enn betur.

Við erum CCEP

Við lítum á það sem starf okkar að gleðja fólk með góðum drykkjum. Það er auðvelt að hafa brennandi áhuga á starfinu sínu þegar það sem við gerum gleður fólk um allan heim. Það hvetur okkur áfram. Við höfum mikla trú á vörumerkjum okkar, framtíð þeirra og framþróun með nýsköpun og nýrri tækni og með því að læra af og hlusta á neytendur okkar.

En við gerum svo margt fleira. Uppgötvaðu hvað við gerum og hvers vegna
Það er ekki bara það sem við gerum. Uppgötvaðu hvernig við gerum það og hvers vegna

CCEP Í TÖLUM

CCEP People
42 k
þúsundir starfsmanna á heimsvísu
31
lönd
CCEP Product
22.3 bn
milljarðar lítra seldir á ári
5.2 %
5,2% minnkun á meðalsykurmagni í hverjum lítra árið 2022 (í Evrópu) miðað við 2019
CCEP Partneship
14.5 k
birgjar
2.1 M
viðskiptavina
CCEP places
100
framleiðslustaðir
105
ár í framleiðslu á Coca‑Cola
CCEP Planet
8.5%
af plastinu í plastflöskunum okkar var endurunnið plast.
98.7%
af pakkningum okkar í Evrópu voru endurvinnanlegar.

Fjölbreytileiki og inngilding: Við merkjum flöskur ekki fólk

Hjá CCEP er lögð mikil áhersla á að allt starfsfólk upplifi að það sé velkomið eins og það er, að það sé metið að verðleikum og finni að það tilheyri liðsheildinni.

Viðskiptavinahópur okkar er fjölbreyttur og við viljum að starfsfólk okkar endurspegli þá fjölbreytni. Með þetta að leiðarljósi hefur okkur tekist að byggja upp alþjóðlegt teymi sem endurspeglar ólíkar hugsanir, tilfinningar, bakgrunn og upplifanir.

37,3 prósent stjórnenda okkar eru konur. Við höfum tekið framförum í að jafna kynjahlutföll en stefnum enn lengra. Við hlustum á fólk úr ólíkum áttum og sérstaklega minnihlutahópa til þess að tryggja að við séum sífellt að gera betur í því að inngilda öll.

Við skiptum jafnréttismálum niður í fimm áherslusvið: Kyn, aldur, menningarbakgrunnnur, LGBTQ+ og fötlun.

Fyrirtækið vinnur markvisst að því að ná til alls starfsfólks og tekur frumkvæði að því að hlusta á það, t.d. með reglulegum viðhorfskönnunum og sérstökum jafnréttishópum. Við berum öll ábyrgð á því að hlúa að þessari menningu og leggjum okkur einlægt fram um að samstarfsfólk okkar sé haft með, að borin sé virðing fyrir öllu fólki, við tökum ábendingum fagnandi og bregðumst við ef við verðum þess vör að eitthvað megi betur fara.

FÁÐU FREKARI UPPLÝSINGAR

Sjálfbærni: Áfram veginn

Coca-Cola Europacific Partners hefur sett sér það leiðarljós að vinna að sjálfbærni og nýta fyrirtækið og vörumerkin til að stuðla að betri framtíð fyrir fólkið og jörðina. Sjálfbærni er kjarnaþáttur í viðskiptum CCEP og árið 2018 setti fyrirtækið sér víðtæka sjálfbærnistefnu í sex köflum með 21 mælanlegu og tímasettu markmiði.

Fyrirtækið kappkostar að auðvelda neytendum að draga úr sykurneyslu með því að bjóða viðskiptavinum enn meira úrval af sykurlausum og sykurskertum drykkjum.

Fyrirtækið stefnir að því að auka hlutfall endurunnins efnis í umbúðum, gera þær umhverfisvænni og var Coca-Cola á Íslandi meðal fyrstu landa í heiminum að bjóða upp á plastflöskur sem eru 100% endurunnar og nær þannig að skapa hringrás umbúða og draga stórlega úr kolsefnisfótspori.

Mikið kapp er lagt á að endurheimta allar umbúðir svo þær endi ekki sem rusl á víðavangi og hvetur fyrirtækið neytendur til að endurvinna umbúðirnar með skilaboðum á umbúðum.

Áætlun CCEP í loftslagsmálum, Net Zero 2040, er metnaðarfull, með skýrum markmiðum og dagsetningum. Þar má nefna að draga á úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda þvert á alla aðfangakeðjuna um 30% fyrir árið 2030, þ.m.t. losun skv. umfangi 1, 2, og 3 (bein og óbein losun), en miðað er við grunnár 2019. Stefnt er á að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, í samræmi við Parísarsamkomulagið um að ná að halda hlýnun jarðar undir 1,5 ˚C.

Lögð er áhersla á að umgangast vatn og aðrar auðlindir af fyllstu virðingu og samkvæmt ítrustu gæðakröfum í öllum viðskiptum. Coca-Cola á Íslandi hefur þá sérstöðu að reka eina fullkomnustu hreinsistöð frárennslisvatns hér á landi.
Hjá Coca-Cola á Ísland er öryggi neytenda og gæði ávallt í fyrirrúmi og lögð áhersla á að starfsmenn starfi allir í umhverfi þar sem heilsa og öryggi þeirra eru tryggð.

Við tryggjum að öll landbúnaðaraðföng og hráefni séu fengin með sjálfbærum og ábyrgum hætti og vinnum með okkar birgjum til að tryggja að sjálfbærni, siðræði og mannréttindi falli inn í aðfangkeðjuna okkar.

Sjálfbærnistefna fyrirtækisins lýsir ábyrgri afstöðu til þeirra umhverfisáhrifa sem starfsemin kann að hafa í för með sér og vilja til að vinna að stöðugum umbótum sem lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og draga úr mengun og losun úrgangs og stuðla að aukinni endurvinnslu.

FÁÐU FREKARI UPPLÝSINGAR