Skip to main content
Search Jobs

Um CCEP

Við erum Coca-Cola Europacific Partners (CCEP) – Frábær hópur 42,000 einstaklinga, í 31 löndum. Við vinnum saman að því að framleiða og selja einhver vinsælustu drykkir heims.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og eitt af leiðandi neysluvörufyrirtækjum í heiminum. Við vinnum með 2.1 milljón viðskiptavinum og erum stöðugt að fjárfesta í spennandi nýjum vörum, nýstárlegri tækni og hugmyndum. Með því svölum við þorsta 600 milljónir manna sem njóta vörunnar okkar á hverjum degi. Fáðu frekari upplýsingar um CCEP með því að fara á þessa síðu.

Fáðu frekari upplýsingar

Af hverju CCEP?

Coca-Cola Europacific Partners er fyrirtæki sem nýtur velgengni vegna þess að við sameinumst í því að viðskiptavinurinn sé í öndvegi og framkvæmum skjótt og skilvirkt. CCEP er vinnustaður þar sem lögð er áhersla á vöxt starfsfólks og vellíðan. Við erum öruggur vinnustaður þar sem öll eru velkomin.


Fáðu frekari upplýsingar

Staðsetningar CCEP í Evrópu

Veljið land af landakortinu eða fellilistanum að neðan:

Bretland

Í Bretlandi erum við með 4000 starfsmenn sem framleiða, selja og dreifa heimsþekktum vörumerkjum á borð við Coca-Cola, Fanta, Schweppes og Glacéau Smartwater fyrir The Coca-Cola Company, að ónefndum öðrum vörum eins og Capri-Sun, Monster og Relentless. Höfuðstöðvar okkar fyrir Bretland og Evrópu eru í Uxbridge, London. Við erum með sterka stöðu innan Englands, Skotlands og Wales og 97% af vörum okkar eru framleiddar á sex stöðum frá Sidcup í Kent til Austur-Kilbride í Skotlandi. Við höfum framleitt gosdrykki á Bretlandseyjum í meira en 100 ár og erum stolt af því að merkja vörur okkar með stimplinum ,Made in GB'.

Leita ad störfum Sjá meira

Frakkland

Coca-Cola Europacific Partners í Frakklandi er leiðandi Í framleiðslu og smásölu óáfengra drykkja í Frakklandi, og eru 90% drykkjanna framleiddir þar í landi. 2600 manns sjá um að framleiða, selja og dreifa öllum drykkjarvörum sem heyra undir The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Sprite, Fanta, Finley, Burn, Minute Maid, Powerade og Chaudfontaine. Starfsemi okkar nær einnig yfir önnur vörumerki eins og Nestea, Ocean Spray, Capri-Sun og Monster, með 400.000 dreifingarstöðvar og 5 framleiðslustöðvar um allt land.

Leita ad störfum

Þýskaland

Coca-Cola Europacific Partners í Þýskalandi var stofnað árið 1929 en þar eru yfir 80 mismunandi vörur framleiddar og seldar um gervallt Þýskaland. Við erum stolt af því að 90 prósent auðlinda sem við þurfum til að framleiða drykki eins og Coca-Cola, Fanta, Sprite, Mezzo Mix og Vio koma frá innlendum birgjum: Við erum alþjóðlegt fyrirtæki en ræktum sterk tengsl við nærumhverfið okkar. Höfuðstöðvar okkar eru í Berlín en þar sameinast nýsköpun og hefðir í menningu okkar og fólkið okkar myndi ekki vilja vera annars staðar.

Leita ad störfum Sjá meira

Spánn

Rekstrareining CCEP á Íberíuskaga nær yfir Spán, Portúgal og Andorra. Þar starfa 4,300 manns við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áhersla okkar á nýsköpun skilar því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónir ferðamanna.

Leita ad störfum Sjá meira

Portúgal

Rekstrareining CCEP á Íberíuskaga nær yfir Spán, Portúgal og Andorra. Þar starfa 4,300 manns við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áhersla okkar á nýsköpun skilar því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónir ferðamanna.

Leita ad störfum Sjá meira

Andorra

Rekstrareining CCEP á Íberíuskaga nær yfir Spán, Portúgal og Andorra. Þar starfa 4,300 manns við að framleiða, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company á 7 framleiðslustöðvum. Áhersla okkar á nýsköpun skilar því að íberíska rekstrareiningin er í öðru sæti á eftir Japan í heiminum fyrir fjölbreytni drykkja sem framleiddir eru. Hún þjónar meira en 430,000 viðskiptavinum á markaði með 57 milljónir innlendra neytenda og 84 milljónir ferðamanna.

Leita ad störfum

Búlgaría

Skrifstofa okkar í Búlgaríu samanstendur af fjármálasviði, skipulags og rekstrarsviði, mannauðssviði og upplýsingatækni. Skrifstofan er staðsett í Sofíu í nálægð við flugvöllinn.

Leita ad störfum Sjá meira

Belgía

Höfuðstöðvar okkar hér eru í Brussel, en upplýsingatæknisvið okkar er í Londerzeel. Við erum einnig með þrjár framleiðslu- og dreifingarstöðvar í Antwerp, Chaudfontaine og Gent, og þrjár stöðvar í Lúxemborg, Hasselt og Gosselies sem sjá alfarið um dreifingu. Saman framleiða þær, dreifa og selja drykkjarvörur The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Fanta og Chaudfontaine.

Leita ad störfum Sjá meira

Holland

Coca-Cola Europacific Partners í Hollandi samanstendur af 800 starfsmönnum með höfuðstöðvar í Rotterdam. Starfsstöðin okkar í Dongen framleiðir, dreifir og selur drykkjarvörur The Coca-Cola Company og aðra drykki með vöruleyfi, þar á meðal Coca-Coca, Fanta, Sprite, Aquarius, Minute Maid og Chaudfontaine. Á hverjum degi eru sex milljón drykkja bornir fram í Hollandi og eru 85% þessara drykkja framleiddir í verksmiðju okkar í Dongen.

Leita ad störfum Sjá meira

Noregur

Coca-Cola Europacific Partners í Noregi er með 650 starfsmenn og hefur höfuðstöðvar í Lørenskog rétt fyrir utan Osló. Þar framleiðum við, dreifum og seljum drykkjarvörur The Coca-Cola Company, þar með talið Coca-Cola, Fanta, Sprite og Urge. Við erum einnig í samstarfi við Telemark Kildevann við að framleiða vatnsvörumerkið okkar Bonaqua, og við Mack Bryggeries til að framleiða vörur fyrir norðurhluta Noregs. Það eru meira en 200 milljón lítrar á ári og eru 83% af því framleidd innanlands. Við dreifum einnig vörum fyrir Monster Beverages.

Leita ad störfum Sjá meira

Svíþjóð

Hjá Coca-Cola Europacific Partners AB starfa um 850 starfsmenn í Jordbro, sunnan við Stokkhólm. Drykkir Coca-Cola Company eru framleiddir, dreifðir og seldir hér, þar á meðal Coca-Cola, Fanta, Sprite, Bonaqua og MER. Þetta þýðir að við framleiðum yfir 200 milljónir lítra á hverju ári, þar af eru 83% framleiddir á staðnum. Við dreifum einnig vörum fyrir Monster og Capri Sun.

Leita ad störfum Sjá meira

Ísland

Coca-Cola á Íslandi var stofnað 1. júní 1942 og var fyrirtækið áður þekkt sem Vífilfell. Við erum alhliða drykkjarvörufyrirtæki. Við framleiðum, dreifum og seljum mörg af leiðandi vörumerkjum heims í hverjum vöruflokki; gosdrykki, vatnsdrykki, ávaxtasafa, íþróttadrykki, orkudrykki, próteindrykki, bjór, vín, sterkt áfengi, kaffi og fleira. Hjá fyrirtækinu starfa 170 einstaklingar í ólíkum störfum. Starfsstöðvar okkar eru tvær annars vegar Brugghúsið okkar á Akureyri, þar sem við framleiðum Víking, Thule og Einstök bjór og aðra áfenga drykki, og hins vegar skrifstofur, vöruhús og framleiðsla í Reykjavík þar sem við framleiðum óáfenga drykki eins og Coke, Fanta, Sprite, Schweppes og Topp.

Leita ad störfum

Ástralía

Í Ástralíu eigum við 117 ára gamla sögu sem stærsti drykkjarvöruframleiðandi og dreifingaraðlili í landinu á óáfengum og áfengum drykkjum, þar sem 3000 metnaðarfullir einstaklingar starfa. Aðalskrifstofan er staðsett í Sydney en með framleiðslu og dreifingaraðila um alla Ástralíu höfum við góða stöðu er kemur að tengingu og sölutækifærum. Við erum með níu verksmiðjur og ellefu vöruhús víðsvegar í Ástralíu. Það eru forréttindi að fá að framleiða, dreifa og selja ástsælustu vörumerki heims – og vaxa með yfir 100,000 viðskiptavinum okkar. Vöruúrval okkar inniheldur meðal annars Coca-Cola, Sprite, Fanta, Kirks, Deep Spring, Mount Franklin, Pump, Powerade, Grinders Coffee, Feral Brewing, Jim Beam, Canadian Club, ásamt Rekorderlig Cider, Monster og Mother vörumerkin.

Leita ad störfum Sjá meira

Papua New Guinea

Coca-Cola Europacific Partners Papa New Guinea er einn stærsti framleiðandi og dreifingaraðili gosdrykkja í landinu og við erum stolt af því að þjóna yfir 19.000 viðskiptavinum víðsvegar í landinu og styðja við þeirra vöxt. Aðalskrifstofan er staðsett í Lae, Morobe Héraðinu, við erum með framleiðslu á tveimur stöðum og vöruhús á fjórum stöðum í Papa New Guinea. Við tryggjum framleiðslu á uppáhaldsdykkjarvöru þjóðarinnar. Við erum virkir þáttakendur í atvinnulífi þeirra staða sem við erum með starfsstöðvar á og reynum að mæta þörfum viðskiptavina. Úrval drykjarvara á borð við heimsþekktu vörumerkin Coca-Cola, Coca-Cola Zero Sugar, Sprite, Fanta, Solo, Schweppes, Bu Energy, Minute Maid og Nature’s Own vatn.

Leita ad störfum Sjá meira

Nýja Sjáland

Við erum stolt af því að bjóða Ný Sjálendingum uppá bestu drykki sem völ er á fyrir hvert tilefni síðustu 100 árin! Í Nýja Sjálandi starfa yfir 1000 einstaklingar hjá okkur víðsvegar um landið við framleiðslu, skrifstofustörf, hjá viðskiptavinum, auk þess sem við sköpum störf fyrir þúsundir annarra við dreifingu og hjá viðskiptavinum okkar. Síðan 2016 höfum við verið einn besti vinnustaður í Nýja Sjálandi. Það er einmitt ástæðan fyrir því að margir kjósa að starfa hjá Coca-Cola Europacific Partners í Nýja Sjálandi. Við framleiðum, dreifum og seljum ástsælustu og þekktustu vörumerki í heimi – meðal annars Coca-Cola, Monster Energy og Schweppes ásamt Ný Sjálenskum vörumerkjum á borð við L&P, Pump, Keri Juice og Baker Halls.

Leita ad störfum Sjá meira

Indónesía

Coca-Cola Europacific Partners Indonesíu framleiðir einhver ástælustu og þekktustu vörumerki heims síðan 1922. Okkar áhersla er að bjóða uppá vöruúrval sem mætir óskum íbúa Indónesíu með fjölbreyttu úrvali af drykkjum, gosdrykkjum, vatni, söfum, te og mjólk. Við erum með 8 verksmiðjur í Sumatra, Java og Bali, í þeim starfa Meira en 5400 einstaklingar þar sem við framleiðum og dreifum milljónum drykkja fyrir yfir 450000 útsölustaða víðsvegar í Indónesíu. Við vinum sem heild að umbótum og nýjungum í fyrirtækinu og leggjum ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð þar sem við störfum. Við skuldbindum okkur í að vörur okkar nái til Meira en 260 milljón neytenda yfir eyjaklasann.

Leita ad störfum Sjá meira

Fiji

Sem vörumerki hefur Coca-Cola svalað þorsta íbúa Fiji í 50 ár! Á Fiji eru 3 verksmiðjur, þar á meðal stærsta verksmiðja og dreifingarstöðin se, er á Laucala Beach Estate. Þar er 99% starfsfólks fólk úr eyjunum og eru þau um 290. Auk þess sem við framleiðum og seljum okkar eigin vöru erum við einnig að flytja út vörur til annarra Kyrrahafseyja meðal annarra Ameríku- og Vestur-Samóa, Nauru, Niue, Kiribati, Tonga, Tuvalu, Vanuatu og Wallis & Futuna.

Sjá meira
Ísland Frakkland Búlgaría Andorra Spánn Portúgal Belgía Þýskaland Monaco Holland Indónesía Fiji Samoa Papua New Guinea Nýja Sjáland Noregur Svíþjóð Ástralía Bretland