Skip to main content
Search Jobs

Við viljum að starfsfólkið okkar upplifi CCEP sem góðan vinnustað þar sem öll geta verið upp á sitt besta og unnið saman til sigurs. Við erum með samkeppnishæf laun en það er ekki bara það sem gerir okkur að góðum vinnustað.

Lífeyrir, sparnaður og tryggingar

Allt frá því að geta haft áhrif á árangur fyrirtækisins með árangurstengdum launum og hlutabréfakaupum, til að styðja við fjölskyldulífið, höfum við uppá margt að bjóða fyrir aðstæður allra. Njóttu þeirra fríðinda sem við bjóðum uppá eins og hlutabréfakaup starfsfólks. Fjármálaráðgjöf og aðgengi að ráðgjafaþjónustu. Þegar þú sækir um starf í eitthvað af löndum okkar. Munum við kynna fyrir þér þau fríðindi sem við bjóðum uppá.

Lífsstíll og vellíðan

Við bjóðum upp á margs konar fríðindi í formi afslátta. Fríðindi geta verið mismunandi eftir löndum en markmiðið er alltaf það sama að setja fólkið okkar í fyrsta sæti. Ráðgjafaþjónustan okkar er til staðar allan sólarhringinn til að hjálpa fólkinu okkar í gegnum áskoranir lífsins. Þar hefur þú aðgang að ráðgjöf, markþjálfun, fjármálaráðgjöf og streitustjórnun. Við erum einnig með trúnaðarmenn fyrir andlega heilsu sem gera öllum kleift að ræða um andlega líðan. Við stöndum við bakið á þér.

Frístundir og sjálfboðaliðastarf

Einhver okkar eru foreldrar, aðrir eru að hugsa um aldaða foreldra eða ættingja. Við viljum styðja við jafnvægi milli vinnu og einkalífs með því að bjóða uppá sveigjanleika og orlof. Við viljum að þú sért besta útgáfan af sjálfri/um þér. Okkur hjá CCEP finnst mikilvægt að gefa til baka til samfélagsins. Við styrkjum góð málefni í samfélaginu og bjóðum starfsfólki 2 launaða daga á ári í sjálfboðavinnu. Allir eru hvattir til að gefa sér tvo daga á ári frá daglegu starfi til sjálfboðavinnu í samfélaginu.

"Allir sem starfa hjá CCEP munu fá tvo launaða vinnudaga á ári til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi eða málefni sem er þeim hjartans mál"

– Damian Gammell - Chief Executive Officer